Toggle Mobile

News

News

5. mar..2014

Morning session - 12. March

Opinn fundur um IDDP verkefnið 12. mars.

Í kjölfar birtingar á niðurstöðum rannsókna tengdum Íslenska Djúpborunarverkefninu í tímaritinu GEOTHERMICS hefur Iceland Geothermal óskað eftir kynningu á verkefninu. Íslenska Djúpborunarverkefnið er samstarfsverkefni Orkustofnunar og þriggja orkufyrirtækja: HS Orku, Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykjavíkur.

Fulltrúar Landsvirkjunar þeir Bjarni Pálsson, Sigurður H. Markússon og Kristján Einarsson munu fara yfir sögu verkefnisins og segja frá þeim árangri sem hefur náðst með IDDP-1 (borholu eitt í Kröflu). Í kjölfar þess mun Guðmundur Ómar Friðleifsson frá HS Orku kynna fyrir fundargestum framtíðaráætlanir IDDP verkefnisins.

Hörður Arnarson mun ávarpa fundinn og fundarstjórn verður í höndum Hildigunnar H.H. Thorsteinsson framkvæmdastjóra þróunar hjá OR. Fundurinn verður haldinn 12. mars í húsakynnum Orkugarðsins Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Húsið opnar kl. 08:15 og boðið verður upp á hressingu.

Dagskrá fundar

  • 08:15 til 08:30 - Morgunkaffi.
  • 08:30 til 08:35 - Fundur settur. Hildigunnur H. H. Thorsteinsson.
  • 08:35 til 08:45 - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar ávarpar fundinn.
  • 08:45 til 09:20 - Landsvirkjun fer yfir sögu og árangur verkefnisins.
  • 09:20 til 09:40 - Næstu skref IDDP-verkefnisins.
  • 09:40 til 10:00 - Spurningar úr sal og fundarslit.
SKRÁNING Á FUNDINN HÉR